Ísorkuverkefnið, þ.e.a.s. mæling áhrifa og í kjölfar vottun og skráning kolefniseininga út frá starfsemi fyrirtækisins Ísorku ehf. er tímabundið tímamótaverkefni sem mælir og vottar hvernig áhrifin af auknu aðengi rafhleðslustöðva spornar gegn bruna á jarðefnaeldsneyti. Þessi mæling skoðar rafhleðslulotur og magn rafmagns sem flæðir þar í gegn og ritast í formi tonna af koltvísýringsígildum, en í daglegu tali tölum við um vottaðar kolefniseiningar þar sem ein eining samsvarar einu tonni.
Þegar verkefni eru mæld og vottuð þurfa þau að uppfylla ýmis skilyrði og kröfur frá stöðlum á borð við Verra og Gold Standard og byggja þessar kröfur allar á sama kerfinu frá Parísarsáttmálanum og CDM kerfi Sameinuðu þjóðanna sem þar kom áður, ásamt ISO staðli 14064 um kolefnisjöfnun. Ísorkuverkefniðflokkast undir “minnkunarverkefni” (e. emission reduction) og er vottað út frá kröfum og stöðlum Verra, nánar tiltekið staðli verra um valkvæðar kolefniseiningar VCS Program, og nýtir aðferðafræðina VM0038 til að votta kolefniseiningarnar.
Almennt er talað um sjö meginkröfur:
að verkefnið beri raunverulegan árangur;
að árangurinn sé mælanlegur og
varanlegur;
Ennfremur er þess krafist að verkefnið teljist vera viðbót (e. additionality)
að ráðstafanir séu gerðar til að koma í veg fyrir tvítalningu (e. double counting) og tvínotkun (e. double usage), t.d. með skráningu eininganna í til þess gerða Loftlagsskrá (t.d. Verra Registry eða ICR) og
að verkefnið leiði ekki til kolefnisleka (e. carbon leakage) og
að lokum að verkefnið sé vottað af óháðum þriðja aðila til að hámarka gagnsæi.
Verkefni Ísorku uppfyllir allar þessar kröfur. Með því að hámarka aðgengi að rafhleðslustöðvum um allt land, að styðja við rafbílavæðingu og að takmarka vottunartímabil verkefnisins til einungis tíu ára stuðlar fyrirtækið að raunverulegri minnkun á losun GHL og uppfyllir jafnframt kröfur um viðbætanleika.
Hver eining endurspeglar í raun áhrif sem þegar hafa átt sér stað, verið mæld og mælingin hefur nú þegar verið vottuð. Það er því nytsamlegt fyrir lögaðila sem vilja öðlast stöðu kolefnishlutleysis að vita að einungis virkar og vottaðar kolefniseiningar geta nýst í þeim tilgangi og er Ísorkuverkefnið hið eina sinnar tegundar á Íslandi þar sem áhrifanna gætir í íslenskri náttúru.
Er varðar viðbótina - eða viðbætanleikann, þá er mikilvægt að gæta að því að "að öllu óbreyttu myndi verkefnið / aðgerðin eiga sér stað hvort sem er"? Og þá er þetta í fyrsta lagi spurning um tíð og tíma, og í öðru lagi spurning um kröfur staðalsins. Fyrir 20 árum hefði það verið ansi framúrstefnulegt að flokka rusl í mismunandi flokka og jafnvel talist til tíðinda, og rafhleðslustöðvar hefðu verið tilgangslausar.
Í dag væri hlegið að fyrirtækjum sem tilkynntu að hér með hefðu þau hafið sorpflokkun - núna telst þetta bara eðlilegt. Infrastrúktur rafhleðslustöðva er að aukast á landinu en það er enn erfitt viðfangs að finna hentuga hleðslu fyrir hinn ört vaxandi fjölda rafbíla landsins svo að rafbílar geti talist áreiðanlegur og öruggur valkostur í öllum aðstæðum landsins.
Verkefni Ísorku að byggja upp infrastrúktúr rafhleðslustöðva er enn nýlegt og krefjandi verkefni, sér í lagi á landsbyggðinni, og þarfnast mikils fjármagns og stuðnings. Vottuð staðfesting á áhrifunum (í formi kolefniseininga) er ein leið til að styðja frekar við starfsemina og hefur þann aukna kost að vera í formi vottaðra virkra kolefniseininga sem hafa farið í gegnum strangasta og kröfumesta ferli sem völ er á í heimi kolefniseininga og sjálfbærni.
Verra staðallinn er frægur a heimsvísu fyrir að vera strangur og krefur verkefnin um að sýna fram á áreiðanleika og viðbætanleika ásamt fjölmörgum öðrum kröfum. Aðrar leiðir, t.d. Loftlagsskrá Íslands voru í boði en vildum staðfesta áhrifin með besta og virtasta staðlinum.
Verkefnið fellur inn í tímabil umbreytinga á Íslandi sem er enn í fullu gangi og mikilvægt að halda til haga að vottunartímabilið er tímabundið. Vottun eininganna mun eiga sér stað á tímabilinu 2021-2030 og endar þá án möguleika á framlengingu eða endurnýjun. Það er af því að staðallinn gerir ráð fyrir að að því tímabili loknu verði tíðarandinn annar, aukin áhrif muni verða minni af rafhleðslustöðvunum og umbreytingatímabilið runnið sitt skeið.
Verkefni Ísorku uppfyllir allar þessar kröfur með glæsibrag, enda er gagnakerfi Ísorku knúið af Virta sem er í hágæðaflokki og hver einasta hleðslulota skráð á óhagganlegan máta. Ennfremur býr Ísorka yfir þeirri sérstöðu að allflestar stöðvarnar hafa MID mæli sem hámarkar enn frekar áreiðanleika og gæði mælinganna og svipar kerfið í raun til eldsneytisdælikerfa eða bókhaldskerfa. Í kjölfarið kom óháður aðili frá vottunarstofunni RINA til landsins og staðfesti þetta með skoðun á yfir 70 stöðvum Ísorku og tók út starfsemina í heild sinni.
Til fróðleiks má nálgast VCS staðalinn hér og aðferðafræði Ísorkuverkefnisins hér ásamt fylgiskjölum verkefnisins hér.
Enn meira um Ísorkuverkefnið: aðild að grein 6.2 og grein 6.4 frá SÞ (Article 6.2 & 6.4)
Ísorkuverkefnið flokkast undir “minnkunarverkefni” (e. Emission reduction), fremur en “forðun” (e. avoidance), og skal þar af leiðandi teljast gilt undir skilgreiningu SÞ um verkefni sem hægt er að nýta undir greinum 6.2 og 6.4. Nýleg umfjöllun um ýtarlegri greiningu á verkefnum varð erindi til að fá innsýn sérfræðinga og formlegt svar frá Verra um efnið:
According to several senior negotiators and the UNFCCC Secretariat, a further alternative interpretation by which to distinguish emission avoidance from emission reductions or removals is the concept of agency. Activities based on proactive measures are considered emission reductions or removals (and therefore eligible), whereas those based on the lack of action are considered emission avoidance (and therefore ineligible). In practice, this means that projects that take measures to reduce deforestation or retire an existing power plant are eligible, while those that reward a forest for its mere existence as a carbon sink are not eligible. To reinforce this view, it is widely understood that activities that have been eligible for crediting under the CDM and the major independent crediting programmes can be defined as reductions or removals and will therefore be eligible under Article 6.
At this time VM0038 is labeled as a reduction mitigation outcome type within the VCS. As far as Article 6 and matters related to COP, you might wish to review some of the following resources:
Cameron Stelly ,Senior Program Officer, VCS Methodologies Process Lead
Program Development and Innovatio